Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.11.2008 | 17:57
Aðför að Ólafi Ragnari og heiðri forsetafrúarinnar?
Það er nú meiri aðförin, sem liggur í þagnargildi árum saman og ekki er upplýst um fyrr en í bók um Bessastaðaparið, eftir sérlegan ævisöguritara. Og í hverju liggur nú aðförin, jú í því að forsætisráðherrann skyldi leyfa sér að hafa uppi efasemdir um lögmæti hjónabands Dorritar og Ólafs Ragnars, en þær byggðust á því að frúin hefði ekki lagt fram gilt opinbert vottorð um hjúskaparstöðu sína, sem lög þó standa til.
Slík vottorð þurfa þó allir að leggja fram óháð stétt og stöðu og gildir jafnt um Dorrit og Ólaf Ragnar, sem annað fólk. Þau eru ekki hafin yfir lögin, þótt þau kannski haldi það og óþarft að móðgast þótt á það sé kurteislega bent.
Ljúfmennið Guðmundur Sophusson, sýslumaður, sem framkvæmdi athöfnina hafði greinilega ekki brjóst í sér til þess að skemma þá gleði og ánægju ástfangna parsins, að ganga í hjónaband á sextugsafmæli Ólafs Ragnars 14. maí 2003, þótt öllum skilyrðum laga væri ekki fullnægt þá er dagurinn rann upp.
Hér var syndgað upp á náðina í trausti þess að forminu yrði fullnægt síðar. En ævisöguritarinn hefði augljóslega átt að nota önnur orð en "aðför" í þessu samhengi, þótt orðið sé krassandi í augnablikinu og benda þess í stað á það að forsætisráðherrann hefði haft réttmætar áhyggjur af hjónavigslunni vegna formgalla.
En því miður var ekki hægt að fresta brúðkaupinu, því Ólafur Ragnar verður bara sextugur einu sinni á ævinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2008 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2008 | 22:02
Seðlabankastjóri slær til baka
Augljóst er að Davíð Oddsson Seðlabankastjóri ætlar ekki að láta pólitíska andstæðinga sína eiga neitt inni hjá sér. Hann býður stjórnvöldum upp á óháða rannsókn útlendinga á störfum sínum og bankans í aðdraganda bankahrunsins. Svona bjóða strangheiðarlegir kjarkmenn. Ég hef ekki heyrt bankastjóra föllnu viðskiptabankanna bjóða neitt í líkingu við þetta.
Því miður hefur ríkisstjórnin látið nauðbeygð undan kúgunaraðgerðum Evrópusambandsins og ávísað skuldum óreiðumanna á komandi kynslóðir Íslendinga. Þetta er sama Evrópusambandið og Samfylkingin vill ólm að við leggjum lag okkar við. Það gerist vart þjóðhollara eða hvað?
Fyrr skal ég ganga Noregskonungi á hönd, en verða skúffa suðrí Brussell. Það verður aldrei sátt um inngöngu í Evrópusambandið eftir þær trakteringar, sem þjóðin hefur fengið þar að undanförnu.
17.11.2008 | 15:40
Framsóknarflokkurinn rótslitnar
Jæja, þá eru dagar Framsóknarflokksins taldir. Hann hefur nú rækilega slitið sjálfan sig upp með rótum og verður ekki settur niður í frjóa mold, heldur mun hann skrælna á altari Evrópuhyggjunnar. Þjóðhollur og rótfastur stjórnmálaflokkur fremur kviðristu að ástæðulausu. Nú mega jakkafataklæddir piltar á borð við Björn Inga og Pál Magnússon spreyta sig.
Er ekki rétt að þeir leggi flokkinn inn, sem framlag sitt til Samfylkingarinnar og þeirrar baráttu sem framundan er?
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 21:37
Sjálfstæðisflokkurinn hrakinn út í horn
Sérkennilegt er að sjá geðlausan Sjálfstæðisflokkinn láta Samfylkinguna hrekja sig út í horn í plottinu um að þvinga Íslendinga í Evrópusambandið. Samantekin ráð Samfylkingarliðs í flokki, fjölmiðlum og háskólum um það að telja þjóðinni trú um að efnahagsvandi hennar hverfi eins og dögg fyrir sólu verði sótt um Evrópusambandsaðild og upptöku evru, eru farin að virka.
Hvílíkt lýðskrum. Þetta er ríkjasambandið sem nú leggst með öllum sínum ofurþunga á veikburða efnahag Íslands, herðir þumalskrúfuna og snöruna að hálsi okkar, þegar við leitum ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki vil ég búa í húsi kvalara míns, þótt Samfylkingunni þyki það eftirsóknarverð híbýli.
Sagt er að atvinnulífið krefjist inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Hvaða atvinnulíf? Er það sjávarútvegurinn? Nei. Er það landbúnaðurinn? Nei. Er það stóriðjan? Nei. Og hvað er þá eftir sem skiptir einhverju máli? Kannski fjármálastarfsemin? Varla, hún er öll hrunin. Hafi einhvern tíman verið forsendur til þess að óska eftir inngöngu í ES og myntsamstarfi, eru þær rækilega brostnar og svo langsóttar að þjóðin getur ekki beðið.
Nærtækara væri að taka upp dalinn, mynt öflugasta ríkis á jörðinni, sem setur því engin skilyrði, og framkvæmdin er tiltölulega einföld, eftir því sem fróðir menn segja.
23.10.2008 | 23:10
Þegar efnahagslega valdið verður pólitískt
Nú verða bankastjórar og stærstu eigendur gömlu bankanna að hafa snarar hendur. Létu þeir varnaðarorð Seðlabankastjórans sem vind um eyru þjóta, eða er maðurinn að segja ósatt? Svar óskast.
Fyrir hrunið var gjarnan sagt að völdin hefðu færst frá stjórnmálamönnunum til viðskiptajöfranna og þróun viðskiptalífsins væri á slíkum hraða, að þessi pólitík væri eins og fótakefli fyrir dugmikla bissnessmenn. Menn hristu hausinn yfir kokhreysti saksóknara smáríkis, sem steytti görn framan í viðskiptaveldi, sem velti þreföldum fjárlögum þess. Nú er viðskiptaveldið á brunaútsölu, en smáríkið reynir að vernda þegna sína og innviði, eftir alþjóðlegan áhættuakstur viðskiptamógúlanna.
Héldu viðskiptajöfrarnir, sem nú hafa skriðið í felur, að þeir ættu allskostar við pólitíska valdið í smáríkinu? Það er kannski ekki svo skrítið. Bretar halda það líka, þótt reynslan ætti að kenna þeim annað.
![]() |
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.10.2008 | 22:14
Áhugaverð nálgun
Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við HR, er líkast til snjallasti háskólahagfræðingurinn sem gefur almenningi álit í kreppunni. Ólafur hélt erindi á ársfundi ASÍ í dag og nefndi m.a að Íslendingar ættu sem allra fyrst að leita eftir aðild að evrópska myntkerfinu með fyrirheiti um fulla aðild að Evrópusambandinu í kjölfarið.
Þetta er áhugaverð nálgun hjá Ólafi, því hér er lagt til að farin sé öfug leið ef svo má segja. Hvað gerist ef við fáum aðild að myntkerfinu, en þráumst við að sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu?
![]() |
Vill óháða erlenda úttekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2008 | 21:35
Hvað eru sanngjörn bankastjóralaun?
Eftir að nýr bankastjóri Kaupþingsbanka ríkisins upplýsti um launakjör sín hefur allt verið á öðrum endanum og launin sögð allt of há og hreint svínarí og ósvífni í kreppunni. Auðvitað má færa fyrir því rök að laun umfram laun Seðlabankastjóranna eða þá bara forsætisráðherrans, séu umfram það sem eðlilegt getur talist. En menn þurfa auðvitað að spyrja: Hvað kostar nýr bankastjóri? Var einhver fullburða í boði fyrir minna verð? Nú veit ég ekkert um það, en býst við því. Hann hefði kannski bara átt að neita að gefa upp launin, eins og stelpurnar í nýja Glitni og nýja Landsbanka völdu að gera, og losna þannig við allt þetta fjölmiðlafár og vesen.
Er ekki nauðsynlegt að upplýsa um laun kvennanna svo hægt sé að rétta hlut karlsins? Vart viljum við mismuna kynjunum, eða hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 10:14
Hvað ef ...?
Bretarnir hefðu nú ekki verið búnir að setja hryðjuverkalögin. Til hvaða úrræða hefðu þeir þá gripið? Stjórnmálamenn í vanda eiga það til að grípa til óyndisúrræða, eins og þeir kumpánar Brown og Darling gerðu núna. Almenningur ætti að gæta vandlega að því hvaða tól eru gefin stjórnmálamönnum til að vinna með, til að forðast misnotkun, eins og nú hefur gerst.
Það hlýtur að styttast í það að við slítum stjórnmálasambandi við Breta og segjum okkur úr Nato. Loftrýmiseftirlitið látum við svo sitja á hakanum yfir myrkustu og köldustu mánuðina og biðjum Rússa um að láta okkur vita hyggi þeir á langferðir.
![]() |
Gott dæmi um misnotkun laga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2008 | 23:27
Georgía er ekki vinalaus
![]() |
4,5 milljarðar dollara til Georgíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 22:26
Faglegur blaðamaður að störfum?
![]() |
Aznar undrast fjáraustur í barráttu gegn loftslagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur