Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.3.2009 | 15:13
Kúgunarárátta og vanþekking
Aðstoðarforstjóri amrískrar verslunarkeðju AC Gallo að nafni hefur sent Steingrími J. bréf og tilkynnt honum að keðjan hans sé hætt að kynna íslenskar vörur í verslunum sínum í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga.
Þessum ágæta aðstoðarforstjóra er auðvitað alveg ókunnugt um það að hvalveiðar Íslendinga eru sjálfbærar, vistvænar og í sátt við öll heilbrigð umhverfisverndarsjónarmið. Hann er bara einn af þessum grunnhyggnu umhverfispopulistum, sem mega vart vatni halda sé minnst á hvalveiðar. Þeir eru að vísu ekkert ófáir og taka engum rökum. Fínt, ef hann vill ekkert með okkur hafa og vill kúga okkur til undirgefni við rangar og órökstuddar umhverfisverndarskoðanir, þá það. Vart geta allir stjórnendur verslanakeðja í Bandaríkjunum verið flón og einfeldningar alltaf sammála síðasta ræðumanni. Ef það er svona mikilvægt að koma vörum á þennan markað og markaðurinn vil vöruna, þá er að finna aðra verslanakeðju, þær eru víst fjölmargar.
Hætta að kynna íslenskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 12:31
Menningaraukinn að störfum
Myndir af skartgripaþjófnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 21:46
Börn taki til hendinni
Í ein þrjátíu ár hafa börn á Vesturlöndum vart þurft að taka til hendinni svo nokkru nemi. Alin hefur verið upp hengirúmakynslóð, sem finnur ekki kröftum sínum viðnám. Afleiðingarnar eru kunnar, en enginn vill sjá lækninguna. Nútímabarnið hefur svo mikinn tíma til að "gera ekki neitt" að til vandræða horfir. Áður en internet og tölvur komu til sögunnar sat ungafólkið fyrir framan sjónvarpsskjáinn dægrin löng og alltaf lengdist dagskráin. Nú er hún allan sólarhringinn. Netið tók ungdóminn endanlega til sín og nú eru margt ungmennið hreinn netfíkill (og sumir fullorðnir líka í slíkum mæli að vinnustaðir funkera vart).
Voru það ekki hrein velferðarmistök að banna vinnu barna og unglinga? Það er búið að taka allan ábyrgð frá þeim blessuðum.
Halda ekki í við netnotkun barnanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 21:33
Stígamóta-Rúna hreinsar út!!
Það mátti greina örlítinn varaskjálfta á Stígamótafrúnni þegar hún hróðug sagði okkur frá því að nú eygði hún möguleika á því að nektardansstaðir yrðu alfarið bannaðir með lögum fyrir þinglok. Og að vanda tekur rógberinn í hópi þingmanna, Atli Gíslason vinstri grænn, undir, með rulluna um að almennt séð séu slíkir staðir gróðrarstía vændis og mansals. Atli hefur að vísu ekkert fyrir sér í þessu efni, þótt bæði hann, og Stígamótafrúin, hafi verið beðin um að leggja á borðið eitthvað fullyrðingunni til staðfestingar. Og fréttamenn eru ekkert að hafa fyrir því að krefja þau um sannanir fyrir alvarlegum ásökunum. Undir þessu þurfa menn að sitja þótt þeir stundi löglega atvinnustarfsemi. Á þessum síðustu og verstu tímum er erfitt að gera sér í hugarlund að Alþingi fari að loka atvinnufyrirtækjum með lögum, vegna hugarburðar og óra fólks, sem er bókstaflega með klám á heilanum og sér klám, vændi og mansal í hverju horni. En það er aldrei að vita, málið virðist vera svo alvarlegt, að brýnum hagsmunum fólks og fyrirtækja sé fórnandi fyrir lokum eins eða tveggja næturklúbba.
Hvar er nú öllu kvenfrelsinu fyrir að fara. Í eina tíð réðu konur líkama sínum, þegar þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum, en þegar þær vilja fækka fötum á þessum sama líkama og það fyrir peninga, ráða stjórnmálamenn.
Ísland ríður á vaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 16:52
Ljúgðu Liddy, ljúgðu
Hinn ágæti forstjóri tryggingarisans AIG, Edward Liddy, reynir að telja okkur trú um það að "kaldur raunveruleiki samkeppninnar" hafi knúið fyrirtækið til að greiða æðstu yfirmönnum 165 milljónir dala í kaupaukagreiðslur. Það er nærri þeirri upphæð sem skattgreiðendur í Bandaríkjunum létu af hendi svo kompaníið færi ekki á hausinn. Ef svona menn koma ekki óorði á kapítalismann, þá veit ég ekki hverjir. Var hann hræddur um að missa mikilvæga starfsmenn, eða þá að þeir hótuðu málsókn ef ekki yrði staðið við kaupaukagreiðslur? Hvaða útreið ætli sá fyrsti fengi, sem hæfi málsókn til að fá kaupaukann greiddan? Á alltaf að gera ráð fyrir því að allt fólk sé siðspillt? Vonandi finna bandarísk stjórnvöld leið til hindra þessa vitleysu. Þetta sjálftökulið allra landa verður að stöðva.
Ég hef áhyggjur af bankanum mínum Byr. Hann gat greitt eigendum sínum dálaglegar arðgreiðslur á síðasta ári, nú þarf hann hærri upphæð í ríkisstyrk svo hann stöðvist ekki. Og við erum ekki að tala um neitt smotterí. Geta þessir ágætu menn ekki skilað arðinum aftur inn í fyrirtækið sitt???
Forstjóri AIG ver kaupaukagreiðslurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2009 | 15:36
Gagnsætt og uppi á borðum
Þingmenn mæta illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 18:15
Útlendingasmjaður smálandans
Það er ekki á Íslendinga logið hvað þeir eru upp með sér og roggnir, ef erlendir menn vilja setjast að í landi þeirra, svo maður tali nú ekki um að hafa hönd í bagga með stjórnun helstu fjármálastofnana og elta á röndum fjárglæframenn, sem við kunnum jú ekkert að fást við. Nú hyggjast ýmis fyrirtæki og stofnanir hleypa af stokkunum sérstakri smjaðursherferð og þakkargjörð, vegna þess að innflytjendur hafa auðgað svo mannlíf og menningu landsins og byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Markmiðið er víst að vekja okkur til umhugsunar um það jákvæða sem fjölmenning hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag, eins og segir í fréttinni.
Er einhver sem vill benda mér á allt þetta jákvæða, því einhvern veginn kemur þetta neikvæða fremur upp í huga minn. Til dæmis hrottalegar barsmíðar, sem mörlandinn á ekki beint að venjast, og ógeðslegri nauðganir á blásaklausum konum á almannafæri. Raunar er hægt að telja upp langan glæpalista sem er miklu þróaðri en við eigum almennt að venjast, en auðvitað lærum við af fjölmenningunni.
Enginn skal þó skilja mig svo að ég hafi eitthvað á móti því að útlendingar setjist að á Íslandi, en ég áskil mér rétt til þess að andmæla því að hingað til lands sé flutt í stórum stíl bláfátækt og menntunarlaust fólk.
Útlendingum þakkað fyrir að auðga samfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2009 | 17:18
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar
Maður hefur beðið spenntur eftir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málum sem skipta almenning í þessu landi einhverju máli. Ber þar auðvitað hæst aðgerðir til hjálpar heimilum og fyrirtækjum, svo fólk þurfi ekki að gista og mæla göturnar í nánustu framtíð. Nú hefur ríkisstjórnin kynnt mikilvæga aðgerðaáætlun sem lýtur að því að opinberir starfsmenn á ferð í útlöndum megi ekki skemmta sér að eigin smekk, að loka skuli næturklúbbum og banna nektardans, sem engri vestrænni ríkisstjórn hefur hugkvæmst, og alls ekki í því skyni að treysta efnahagsgrundvöll lands og þjóðar. Svo á auðvitað að banna mönnum að greiða konum fyrir smávægilegt poterí og gera refsivert. Það er álíka vitlaust og að refsa mönnum fyrir að kaupa tiltekna vöru, þótt hún sé til sölu og seljandinn oti henni mjög að mönnum.
Að sönnu er mansal skelfileg starfsemi, en aldrei hef ég vitað til þess að nokkur karl eða kona sé hér á landi þvert gegn vilja sínum starfandi við eitthvað miður fallegt, auk þess sem lög eru í landinu gegn mansali. Einhvern veginn læðist sá grunur að manni að þessi aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé frekar til þess fallin að draga athygli almennings frá því sem raunverulega skiptir máli, og því að ríkisstjórnin er óhæf með öllu.
Kaup á vændi verði refsivert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.3.2009 | 22:00
Óvinir að lögum eða löglegir óvinir?
Hætta að nota hugtakið óvina stríðsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 17:50
Hvað með stjórn Nýja Kaupþings?
Nú hneykslast þingkerlingar mikið yfir því að stjórnmálaflokkarnir skuli ekki skipa þær í löngum bunum í stjórnarskrárnefnd. Erfitt er í fljótu bragði að sjá hvort kyn nefndarmanna skipti miklu máli um viðfangsefni og úrlausnir í nefndarstarfinu. Þessar sömu vandlætingarkerlingar hvorki æmtu né skræmtu, þegar eingöngu konur voru skipaðar til setu í stjórn Nýja- Kaupþings. Eða var sú ráðstöfun kannski í anda jafnréttislaganna? Sá grunur læðist að manni að jafnréttið gildi bara í eina átt, og er það miður.
En Framsóknarflokkurinn stendur sig vel, skipar Valgerði Sverrisdóttur, sem er kona frá hvirfli til ilja, en þó karlmannsígildi að andlegu þreki. Væri stjórnarskrárnefndin ekki verklítil ef þangað veldust aðeins "pissudúkkur" flokkanna?
Þingkonur mótmæla karlanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur