Leita í fréttum mbl.is

Hvers konar minnihlutastjórn á að verja vantrausti?

Sósíalistunum í stjórnarandstöðunni hefur dottið það snjallræði í hug að þeir mynduðu minnihlutastjórn og Framsóknarflokkurinn myndi verja þá vantrausti, hann þyrfti hvort sem er að fara í pólitískan slipp og safna kröftum til átaka í framtíðinni. Svona hugsa og ýmsir ágætir framsóknarmenn, en varaformaður flokksins hefur tekið hugmyndinni fálega. Sé það hins vegar mat framsóknarmanna að þeir þurfi að taka sér frí frá stjórnarstörfum (sem mér finnst að vísu fráleitt í stöðunni nú) væri þá ekki skynsamlegra fyrir flokkinn að verja samstjórn Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndaflokks vantrausti. Þessi leikur væri örugglega skárri fyrir framsókn, en sá að koma Vg og Sf til valda. Það er engin ástæða til þess, þótt Framsóknarflokkurinn telji sig kannski þurfa að safna kröftum utan ríkisstjórnar, að vinna í leiðinni varanlegt skemmdarverk á þeim ágæta árangri sem þeir hafa náð á undanförnum árum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Auk þessa gæti framsókn auðveldlega varið Sjálfstæðisflokkinn einan vantrausti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er að sjá hvort Akureyrarmódelið náist á landsvísu. Þetta gengur svo sem bærilega hér á Akureyri þó stundum braki. Þetta á ekki að taka langan tíma.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég spái því Gísli að Sf verði ekki sætasta stelpan á ballinu; kann þó að skipta máli hverju hún klæðist (hún verður að gæta þess að rífa ekki af sér allar spjarirnar í snarhasti). Sviðið er að opnast núna.

Gústaf Níelsson, 17.5.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband