17.5.2007 | 20:48
Framsókn reitir trompin úr höndum formanns Sjálfstæðisflokksins.
Athyglisvert var að horfa á varaformann Framsóknarflokksins í Kastljósi sjónvarpsins áðan fokillan út í forustu Sjálfstæðisflokksins. Af orðum hans er ljóst, þykir mér, að flokkarnir hafi verið búnir að ganga frá málefnum að mestu, en strandað hafi á kröfuhörku Framsóknarflokks til ráðherraembætta. Sé alvarleg illska hlaupin í menn má við því búast að framsókn kunni að bjóða minnihlutastjórn Vg og Sf vörn gegn vantrausti, sem gerir stöðu Ingibjargar erfiða, en veitir henni styrk í samningum við Sjálfstæðisflokk. Framsóknarmenn eru nú afartrúir þeirri hugmynd sinni að semja ýmist til vinstri eða hægri, eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Skyldi upphlaup framsóknar nú gagnvart Sjálfstæðisflokki hafa áhrif á samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Framsóknarmenn hafa um langt skeið vanist völdum og áhrifum.Nú hefur þingstyrkjur þeirra hrapað og úr vöndu að ráða. Í þessari stöðu sem nú er upp komin þarf formaður Sjálfstæðisflokks að halda vel á spöðunum, svo ekki fái hann yfir sig vinstristjórn, því vafalaust er unnið að því hörðum höndum, á bak við tjöldin, að koma slíkri stjórn á koppinn. Við skulum ekki gleyma að Sf er fjarri því að vera sæmilega einsleitur flokkur. Sviðið er opið.
Gústaf Níelsson, 20.5.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.