Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur býr sér til vígstöðu

Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra er orðið ljóst að ríkisstjórnin lifir ekki af Icesave-málið. Hann vill koma sér út úr ríkisstjórninni, þar sem hann vill ekki taka ábyrgð á óvinsælum, en óhjákvæmilegum niðurskurði á öllum sviðum opinbera kerfisins, og alls ekki axla ábyrgð á því oki sem Icesave-kúgunin mun leggja á herðar íslenskri þjóð. Er þá nokkuð annað eftir en að restin af ríkisstjórninni segi af sér og boðað verði strax til kosninga, AGS sendur heim til sín, þar sem hann er bara handrukkari fyrir Breta og Hollendinga, og draga til baka umsókn um aðild að ESB.

Getur það nokkuð orðið verra? Þetta er ótrúlega geðlaus ríkisstjórn, sem lætur bæði svokallaðar vinaþjóðir á Norðurlöndum, Breta og ESB, tukta sig til eins og ómálga barn, og kúga stjórnmálamenn til að samþykkja gerninga sem engir heilvita menn myndu láta yfir sig ganga gagnvart þjóð sinni. Þetta er óþolandi framkoma gagnvart smáþjóð, sem telur vart fleiri en 160.000 vinnandi sálir, og annað eins af börnum og gamalmennum.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband