8.11.2009 | 22:46
Vofa kommúnismans gengur ljósum logum
Særingarmenn hafa endurreist vofu kommúnismans og stofnað félagsskap um herlegheitin í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar ( en voru þeir ekki degi of seinir? Októberbyltingin var 7. nóvember á okkar tímatali). Hún er sjálfsagt hætt að rísa undir nafni sú ágæta akamedía. Alltaf tekst kommúnistum að eyðileggja öll fræði. Og í samræmi við söguna kallast hjörðin hér á landi aðeins "Íslandsdeild Attac". Hvar eru höfuðstöðvar Attac?
Yrðu stofnuð hér á landi samtök um naziska hugmyndafræði, væri þess að vænta að löggan hefði skoðun á því. Eru yfirvöldin áhugalaus um "'Íslandsdeild Attac"?
![]() |
Attac samtökin stofnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Eru þessi samtök ekki ný nazisk samtök og ný kommanískusamtök sé ekki betur í anda Hitlers og Stalíns sá andi svífur yfir vötnunum.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 9.11.2009 kl. 00:04
Þú nefnir að þú hafir andúð á lýðskrumurum og gervilýðræði. Hvers vegna hefur þú þá andúð á félagasamökum sem berjast fyrir lýðræðislegum umbótum, efnahagslegum stöðugleika og félagslegu jafnrétti?
Attac samtökin sem eru alþjóðleg baráttusamtök í 50 löndum. Þá er þau eru ópólistísk og varða almannahag, sk. NGO samtök sem stendur fyrir NGO non governmental organisation.
Kristallnóttin byrjaði þann 9. nóvember fyrir rúmum 70 árum. Hitler var hægrisinnaður og hann var enginn fræðimaður. Hann reyndi mikið að komast inn í ListaAkademíuna í Berlín en var eilíflega hafnað. Höfnunin gerði hann líklega að því ómenni sem hann svo seinna reyndist vera. Það vita nú allir hvernig fór en það er áhugavert hvernig sumir fá út að einhver NGO samtök séu hvorki meira né minna en nýnazist-nýkommúnísk? Þetta er engu að síður áhugaverð kombination hugmyndafræðiega séð en er örugglega best geymd í kolli þess sem hana geymir.
J.L (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:17
Samtökin eru ekki að stinga upp á hvorki kommunisma né sósíalisma, að mér sýnist.
Og ekki er verið að gagnrýna markaðbúskap sem fyrirkomulag, heldur ný-frjálshyggjan. Stofnun samtakanna hérlendis er greinilega nátengt hruninu, sem má að sönnu tengja við ný-frjálshyggju.
Og þetta eru samtök ekki flokkur.
:-)
Morten Lange, 9.11.2009 kl. 10:59
það er nú ágætt að menn fara að berjast gegn þessari nýfrjálshyggu og þeim ríkisafskiptum og aukningu ríkisútgjalda sem henni hafa fylgt.
hinsvegar er nánast ekkert á Íslandi sem kenna má við hina klassísku frjálshyggju. enda ef svo væri þá væri hér ekki vandamál varðandi ríkisábyrgðir á einkafyrirtækjum og vandamál vegna ofþennslu íslenska ríkisins. allt hlutir sem frjálshyggjan er á móti en hin sósíalíska nýfrjálshyggja er hlynnt.
Fannar frá Rifi, 9.11.2009 kl. 13:40
Ágæti J.L (fyrir hvað skyldi það nú standa?) heldur þú að Attac samtökin berjist fyrir lýðræðislegum umbótum, efnahagslegum stöðugleika og félagslegu jafnrétti (hvað sem það nú þýðir)? Auðvitað ekki, þau segja það bara. Samtökin eru auðvitað ekkert annað en kommúnískur uppvakningur klæddur í ný hugsjónaklæði, réttlætis, jöfnuðar og umbóta. Ekkert af þessum hugsjónum hafa þó minnsta gildi hjá þessu ágæta fólki, heldur hitt að komast til valda og áhrifa. Þessi samtök beinlínis þrífast á gervilýðræði og lýðskrumi. Og allt of margir (einfeldningar) falla fyrir fagurgalanum og skruminu.
Gústaf Níelsson, 9.11.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.