Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
21.10.2009 | 18:28
Lögreglustjórar fara mikinn
Nú um stundir mæðir mikið á lögreglustjórum landsins og þeirra starfsfólki. Sjálfur ríkislögreglustjórinn brýnir þingmenn til hertrar refsilöggjafar, svo koma megi böndum yfir fjárglæframenn. Fíkniefnalöggur fullyrða að ekki verði komist yfir að stöðva alla þá framleiðslu kannabisefna, sem vitað er um í landinu, vegna manneklu, og stjórnendur Vogs segja okkur að fíklum fjölgi. Skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi hefur skyndilega orðið umfangsmeiri en nokkurn óraði fyrir og svona má lengi telja.
Allt hófst þetta eiginlega á því að ung ógæfukona kom með flugi til landsins og vakti á sér athygli flugliða með dólgslegri háttsemi um borð í flugvélinni. Þetta varð til þess að lögreglu var gert viðvart, eins og reglur gera ráð fyrir. Lögregla var ekki í neinum vafa. Hér væri á ferðinni mansalsmál. Nú hefur þetta meinta mansalsmál heldur betur undið upp á sig. Fjöldi fólks situr í gæsluvarðhaldi og lögregla telur sig væntanlega vera að vinna grundvallarstarf í baráttu við alþjóðlega glæpastarfsemi. Ég ætla rétt að vona að lögreglan uppskeri í samræmi við sáninguna, svo ekki falli á hana sá grunur að aðgerðagleði hennar nú um stundir verði rakin til þess að fjárlög eru nú til meðferðar á alþingi.
Vonandi verður í framhaldi rannsóknar lögreglu á þessum umfangsmiklu málum gefnar út ákærur og einhverjir sakfelldir með dómi. Ef ekki, er rétt að fólk passi sig á löggunni í september og október ár hvert, þegar fjárlögin eru í meðferð alþingis.
Auk þess legg ég til að Ísland hætti þessu Schengensamstarfi í því skyni að forðast frálsa landgöngu glæpalýðs til landsins.
Farið fram á gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2009 | 17:46
Það er hvimleitt svifrykið
Að sönnu er það hvimleitt svifrykið einkum þegar í hlut á fólk sem er viðkvæmt fyrir því. Að vísu hef ég aldrei skilið hvers vegna þeir tiltölulega fáu einstaklingar, sem eru viðkvæmir, skuli velja sér búsetu nærri umferðarþungum götum. Kannski eru vinstrimenn viðkvæmari í öndunarfærunum en annað fólk, því ekki fæ ég betur séð en á mynd með fréttinni skarti hinn vellátni kommúnisti Guðmundur J. Guðmundsson (litli Jaki), sagnfræðingur og kennari sínu fegursta, þótt á bakvið grímu sé. Vonandi þjáist hann ekki af öndunarörðugleikum. Kannski er hann bara með félögum sínum í Vinstri grænum að berjast í þágu píndra og plagaðra af svifryki - að vísu í engri svifrykstíð.
En hvað með það. Menn verða að hafa áhrif á sitt nærumhverfi, ekki satt?
Íbúar mótmæltu svifryksmengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 23:10
Ótrúlega geðlaus dómsmálaráðherra
Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, lét það yfir sig ganga að skríll svipti hana málfrelsinu er hún hugðist ávarpa ráðstefnu í H.Í í tilefni af 60 ára afmæli Evrópuráðsins og 50 ára afmæli Mannréttindadómstóls Evrópu í dag. Hún kaus að yfirgefa vettvang og sleppa ávarpinu. Þessi sami skríll truflar líka heimilisfrið ráðherra eftir hentugleikum, en enginn er handtekinn og látinn bera ábyrgð á gerðum sínum.
En ráðherrann var vart búinn að láta svæla sig burt af vettvangi mannréttindaumræðunnar í H.Í. er hún í sjónvarpsfréttum tók upp "málstað" litháískrar götustelpu, sem íslenskir femínistar og lögregluyfirvöld halda að sé fórnarlamb mansals, og taldi að hér væri á ferðinni alvarlegt mál, sem taka þyrfti á. Það er með ólíkindum hvað ráðamenn geta látið hagsmunahópa, opinbera, sem óopinbera, fífla sig þegar fjárlög eru í meðförum alþingis. En látum það liggja á milli hluta nú.
Ég geri ráð fyrir því að sá mannafli lögreglumanna, sem nú snýst í kringum ógæfusama götustelpu frá Litháen, hefði hæglega dugað til þess að tryggja að ráðherra yrði ekki sviptur málfrelsi í H.Í. En ráðherra þarf auðvitað að forgangsraða, eins og aðrir.
Gerðu hróp að ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2009 | 21:40
Blaðamaður fer fram úr sér
Stundum eru blaðamenn svo ákafir í fréttaflutningi sínum að þeir fara fram úr sér. Það hefur greinilega gerst í frétt mbl.is um jafnaðarmanninn Thilo Sarrazin, sem situr í stjórn þýska Bundesbank. Fréttin segir okkur að Thilo hafi verið ávíttur og leystur undan ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir bankann, vegna ummmæla sem hann viðhafði um Araba og Tyrki. Að vísu eru ummæli hans í aðalatriðum rétt, en þau fara fyrir brjóstið á pólitíska rétttrúnaðarliðinu á vinstri kanti stjórnmálanna, og blaðamaðurinn gerir rétttrúnaðarviðhorfin að sínum og flytur sérkennilega frétt um kynþáttahatur. Viðhorf Herr Sarrazin hafa bara ekkert með kynþáttahatur að gera. Pólitískir andstæðingar hans nota hins vegar ummæli hans til þess að koma á hann höggi.
Blaðamanni mbl.is hefur alveg yfirsést að stjórn Bundesbank getur ekki vikið honum, þar sem hann situr þar fyrir tilverknað almannavaldsins, og sá eini sem getur það er forseti Þýskalands, en litlar líkur eru á því að hann hlaupi eftir kröfum rétttrúnaðarlýðsins.
Skyldi Davíð vita af þessu?
Bankamaður ávíttur fyrir kynþáttahatur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur