Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Fórnir hvað?

Það er rétt hjá Jóhönnu, að ég er reiður, eiginlega fokillur, og ég er ekki reiðubúinn til þess að greiða skuldir óreiðumanna, eins og fyrrverandi seðlabankastjóri orðaði það svo eftirminnilega, en fékk að ósekju bágt fyrir. Fórnin sem ég skal færa er aðeins sú að lánadrottnar hirða eignir bankanna, svo langt sem þær ná, en ekki krónu umfram. Íslendingar eiga ekki að gjalda fyrir græðgissamband íslenskra einkabanka og  erlendra viðskiptamanna þeirra.

Jóhönnu hefði verið nær að skoða endinn í upphafinu, áður en samninganefndin var skipuð, sem kom með þá niðurstöðu, sem nú stendur rækilega í kokinu á ríkisstjórninni og það svo kirfilega að hún kann að kafna. Ríkisstjórnin situr auðvitað uppi með samningsniðurstöðurnar og getur ekkert kjaftað sig frá þeim, eins og Jóhanna er nú að reyna með greinarskrifum í  útlöndum.

Og vel á minnst. Hvar birtir Jóhanna grein sína á íslensku? Og kynnti ríkisstjórnin samningsniðurstöðuna fyrir þingflokkum sínum, þegar lokahönd hafði verið lögð á samninginn af Íslands hálfu?

 


mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flumbrugangurinn verður æ ljósari

Það kemur æ betur í ljós eftir því sem tíminn líður að illa hefur verið staðið að samkomulaginu við Breta og Hollendinga um skilmála Icesave. Samfylkingin valdi að kosta öllu til svo koma mætti landinu inní ESB og tók með sér Vg í styrkleika augnabliksins, þar sem sameiginlegt hatur flokkanna á Sjálfstæðisflokknum var virkjað til þess að hanga í ríkisstjórn, óháð íslenskum hagsmunum í bráð og lengd.

Samfylkingin veður nú hrakin út í horn með afarkostina, sem hún hefur boðið landsmönnum uppá, og Vg munu ekki bíta á agnið frekar. Semja verður uppá nýtt um skilmála Icesave og koma á koppinn þjóðstjórn í hvelli og leggja til hliðar alla ESB-drauma framyfir næstu kosningar.


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur mun lúffa

Þau eru sérkennileg leikritin sem sett eru á svið núna. Vg reynir að halda uppi stjórnarandstöðu í Icesave-málinu með Ögmund í fylkingarbrjósti, á meðan Steingrímur ástundar pólitíska ástarfundi með Jóhönnu. Telja á þjóðinni trú um það að hagsmunir hennar liggi í því að ganga í ESB, eða lenda handan  "Járntjalds" að öðrum kosti. Vg stundar hálfhallærislegar stöðutökur í hagsmunamálum lands og þjóðar í því skyni að sitja sem lengst í ríkisstjórn.

Er ekki rétt að boða til nýrra kosninga, sem fyrst?


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hverjum má ekki vera sama?

Ekki vissi ég að bresk heimili væru svo vel stödd að þau gætu hent matvælum fyrir mánaðarlaun verkamanns á ári og unga fólkið í tilhugalífinu fyrir aðeins lægri upphæð. Skyldi þetta vera eins í Þýskalandi eða Póllandi? Eða öðrum löndum heimsins sem hafa þurft að lifa við styrjaldarátök og hörmungar? Hvernig ætli að þetta sé á Íslandinu góða? Er engin opinber stofnun til á Íslandi, sem er með fólk á launum, líkt og bresku stjórnvöldin, til að reikna þetta út?

Það er mjög nauðsynlegt að vara almenning við, fari hann illa með sitt sjálfsaflafé. Það er kannski ráð að hækka skatta? Búa til "sóunarvarnaskattinn"?


mbl.is Henda mat fyrir 127.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pattstaða hvað?

Hún er svolítið sérkennileg þessi frétt um pattstöðu á alþingi vegna Icesave-deilunnar. Málið snýst um það hvort ríkisstjórnin hafi meirihluta á alþingi eða ekki. Flóknara er málið nú ekki. Ríkisstjórnin skipaði samninganefnd. Samninganefndin skilaði niðurstöðu til ríkisstjórnarinnar, sem hún samþykkti fyrir sitt leyti. Gera verður ráð fyrir því að samningurinn hafi verið kynntur í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna og hlotið náð fyrir augum þeirra. Ef ekki, eru stjórnarflokkarnir að innleiða ný vinnubrögð til öndvegis í pólitíkinni, einhvers konar skandinavískt módel, þar sem ríkisstjórnin situr stundum í minnihluta í einstaka málum, en heldur þó velli.

Það þarf að reyna á það hvort hvort ríkisstjórnin hefur meirihluta í málinu eða ekki og hvort hún getur varist vantrausti í kjölfarið, fari svo að Icesave ríkisábyrgðin falli í þinginu.


mbl.is Financial Times fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagst á náinn

Litla Ísland nánast hegðar sér eins og drykkjumaður á bar, með fullar hendur fjár, þegar kemur að kaupum á svokallaðri sérfræðiráðgjöf. Og hrunið hefur svo sannarlega kallað á mikla "ráðgjöf", sem svo er algerlega undir hælinn lagt hvort stjórnvöldin nýta eður ei. Allir vilja komast að þessum ráðgjafaeldi, sem logar svo glatt, nú síðast svokallaðir almannatenglar (það hjóta að vera einhverjir, sem eru í tengslum við almenning?). Vart eru þeir til lögmennirnir og endurskoðendurnir, sem áður fláðu ekki feitan gölt, en flá fósturjörðina nú, á hæsta gjaldi.

Það er engu líkara en að stjórnmálamenn þessa lands séu ekki með réttu ráði og kunni lítt til verka. Hvernig er hægt að verja rúmlega 100 milljónum í breska lögfræðistofu, en gera ekkert með niðurstöðuna? Spyrni stjórnvöld ekki við fótum, má reikna með að vinna við hrunið verði dýrari en hrunið sjálft. Nær væri að sérfræðingastóð landsins ynni frítt að endurreisn land og þjóðar, eða fyrir lágmarksþóknun.


mbl.is 300 milljónir fyrir ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband