Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.9.2010 | 23:59
Tilraunin mistókst
Íslendingar hafa að sönnu gert tilraunir í alþjóðasamskiptum og skapað sér nafn og virðingu. Þar er nærtækast að nefna frumherjastarf í þróun hafréttar. Allt var það starf unnið af framsýni og ágætum vitsmunum þeirra sem á héldu. Nú hefur algerlega ný tilraun verið gerð og ekki hefur henni beinlínis verið vel tekið utan landsteinanna, þótt hver fjölmiðlamaðurinn á fætur öðrum að minnsta kosti hér á landi reyni að bera í bætifláka fyrir hana. Það sýnir okkur aðeins hvað fjölmiðlarnir eru lélegir, en frjálsir frá allri innri gagnrýni og fullkomlega gagnrýnislausir á sjálfa sig.
Var enginn embættismaður til í forsætisráðuneytinu eða utanríkisráðuneytinu, sem gerði sér grein fyrir því að lesbískur forsætisráðherra Íslands gæti ekki tekið maka sinn í opinbera heimsókn til útlanda, og allra síst til Færeyja? Það hefur engum forsætisráðherra í heiminum dottið þetta í hug, þótt samkynhneigður væri og engin er hún sjálfsagt til meðvirkari utanríkisþjónustan.
Það er auðvitað þekkt að ekki er hægt að senda forsætisráðherrann langt út fyrir landsteinana og fljótt á litið er aðeins hægt að senda hana í mesta lagi til Vestmanneyja eða Grímseyjar, þar sem býr gott og umburðarlynt fólk. Þegar litið er til hagsmuna Íslands út um víða veröld kann að vera ráð að ætla að veröldin sé ekki jafn samkynhneigð og yfirborð landsins kann að sýnast.
Ekki býð ég í Evrópuferð þeirra hjóna, eða er hún kannski í bígerð?
Orð mín falla ekki í reiði eða vegna skorts á umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum. heldur vegna þess að heimurinn hefur ekki sömu viðhorf og íslenska stjórnmála- og fjölmiðlastéttin. Himinn og haf skilja að þær stéttir og íslenska alþýðu almennt í svo mörgu nú um stundir. Svo ekki sé nú talað um heiminn almennt.
En hverjum má ekki vera sama?
Danir blása Jenis-málið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2010 | 21:43
Viðundrið Ísland
Það er ekki ofsögum sagt að Ísland gerði sig að viðundri heimsins um alla fjármálastarfsemi. Að oflátungshætti sveitakallanna og kellinganna er hlegið um allan heiminn. En trúðurinn kann sér ekkert hóf, veit ekki hvenær á að hætta fíflalátunum. Þar sem útrásarösnunum sleppti, tók hin hreina vinstristjórn við. Og hún virðist ætla að setja heimsmet í því, sem engri annari vestrænni lýðræðisþjóð, sem kennir sig við mannréttindi og réttarríki, kemur til hugar að gera, að setja lög sem augljóslega brjóta í bága við stjórnarskránna. Hinni hreinu vinstristjórn dettur í hug að banna ungmennum undir átján ára aldri að leggjast á ljósabekk, sér til heilsubótar (foreldrunum er ekki einu sinni treyst til að stjórna þessu). Getur stjórnin ekki alveg eins sett lög um mataræði ungmenna? Þau hafa mörg orðið offitupúkanum að bráð, eða þá lög um mataræði fólks almennt? Nógu dýrt er að reka þetta heilbrigðiskerfi samt, þótt þessum sjálfskaparvítisfitubollum sé nú ekki bætt á útgjaldahliðina.
Man einhver eftir vestrænu lýðræðisríki sem kennir sig við atvinnufrelsi, mannréttindi, umburðarlyndi og réttarríki, sem hefur bannað nektardans? Jú Ísland (eigum við kannski að kalla landið Afganistan norðursins?) Og hvar voru gæslumenn frelsisins þegar sú löggjöf gekk eftir á hinu háa alþingi? Eru þeir aðeins sendiboðar ímyndaðs almenningsálits í stað þess að vera fulltrúar frelsisins? Haldi rök bannkellinganna, Sifjar Friðleifsdóttur, Steinunnar Valdísar o.fl.um sorann, helsið, mansalið og skipulögðu glæpastarfsemina, sem þær kenna nekt kvenna, væri auðvitað búið að banna konum um allan heim að hátta sig gegn greiðslu.
Hvað verður það næst? En gott er að vita af dómstólum sem geta látið til sín taka þegar dómgreind stjórnmálamanna brestur. Þrískipting ríkisvaldsins var ekki fundinn upp af ástæðulausu.
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2010 kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.3.2010 | 21:32
Má ég fara á nautaat?
Vilja friða síðdegisblundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2010 | 17:37
Hvað er uppbyggileg lausn?
Stundum tala stjórnmálamenn eins og véfrétt og slungið kann að vera að ráða í merkingu orða þeirra. Nú er það nýjasta að tala um uppbyggilega lausn á Icesave deilunni. Veit einhver hvað það þýðir? Ekki veit ég það, en held að það hafi eitthvað með það að gera að íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir það fljótræði breskra og hollenskra stjórnmálamanna að greiða innistæðueigendum landa sinna tjónið sem þeir urðu fyrir er einkabankinn Landsbanki Íslands féll í trausti þess að hægt væri að senda reikninginn til Íslands. Sannleikurinn er sá að fall Landsbanka Íslands, þrátt fyrir nafnið, er bara alls ekkert á vegum Íslands og þess fólks sem greiðir skatta til íslenska ríkisins.
Breskir og hollenskir stjórnmálamenn verða bara að súpa seiðið af fljótfærni sinni. Ég og mín fjölskylda viljum ekkert hafa með það að gera að uppbyggileg lausn Icesave deilunnar felist í því að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum. Flest eigum við fullt í fangi með okkar eigin, eða er það ekki?
Vilja finna uppbyggilega lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2010 | 23:31
Stóra samhengisbullið
Fjármálaráðherrann þreytist aldrei á því að tala um stóra samhengið, sem að hans mati snýst um það að Íslendingar borgi til Breta og Hollendinga um langa framtíð mörg hundruð milljarða króna og skerði lífskjör sín samsvarandi. Ríkisstjórninni er aftur á móti að verða það ljóst að kúgunarkjörin sem hún hefur samið um fyrir hönd þjóðarinnar í Icesave-deilunni orka tvímælis, ekki bara að mati góðgjarnra Íslendinga, heldur líka að mati réttsýnna útlendinga. Íslendingar munu því hafna hinum íþyngjandi Icesave-lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu og í kjölfarið er ríkisstjórninni bara einn kosturinn fær; að segja af sér. Skömm þessarar ríkisstjórnar felst í því að meta aðstæður svo að að leggja bæri ok á þjóðina í trausti þess að hægt væri að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt saman. Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn á enga aðild að þessum nauðungarsamningum og það er engri ríkisstjórn sæmandi að semja helsi yfir þjóðina í trausti þess að hægt sé að kenna Sjálfstæðisflokknum um.
Eiga hatursmenn Sjálfstæðisflokksins sér engin prinsipp?
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 16:01
Bráðræði breskra og hollenskra stjórnmálamanna kemur þeim í koll
Nú þegar það blasir við breskum og hollenskum stjórnmálamönnum að íslenskur almenningur ætlar ekki að standa undir skuldbindingum íslensks einkabanka, sem starfaði í löndum þeirra alveg að settum leikreglum, kunna þeir að hugleiða að pólitísk loforð til fólks um fjárútlát því til handa undir þeim formerkjum að senda öðrum reikninginn, getur reynst tvíeggjað sverð.
Breskir og hollenskir sparifjáreigendur áttu samtals um 320.000 Icesave-netreikninga. Um það bil einn reikning á hvern Íslending. Það er ekki lítið. Af ótta við það að allt innlánstryggingakerfi EBS ríkjanna hryndi til grunna, vegna áhlaups almennings á bankana, ruku stjórnmálamennirnir til og tryggðu innlán fólks, í trausti þess að hægt væri að senda íslenskum almenningi reikninginn með því að þjösnast á stjórnvöldum og hóta öllu illu ef ekki yrði greitt upp í topp Manni er næst að halda að breskir og hollenskir stjórnmálamenn hafi ekki gert sér grein fyrir því að á Íslandi býr þjóð sem telur aðeins 320.000 sálir, en ekki margar milljónir. Þeir hefðu getað sagt sér það strax að íslenskur almenningur gæti aldrei risið undir Icesave-skuldbindingum Landsbankans og sá ágæti banki væri ekki á vegum íslenska ríkisins, þrátt fyrir nafnið.
Íslenskur almenningur hefur með undirskriftarsöfnun sinni sent breskum og hollenskum stjórnvöldum eftirfarandi orðsendingu: Við borgum ekki.
Breskir og hollenskir stjórnmálamenn ættu í framhaldinu að hugleiða hvað gætu talist sanngjarnar og réttmætar kröfur gagnvart Íslendingum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 14:20
Er dellan góð ef hún er rökrétt?
Ögmundur Jónasson er ánægður með sinn rökrétta forseta og boðar að ríkisstjórnin geti setið áfram eftir þetta áfall. Auðvitað ber henni að víkja, það er hið eina rökrétta í stöðunni. Þótt Ólafur Ragnar hafi gert mistök 2004 með því að hafna Fjölmiðlalögunum svokölluðu (sem menn hafa séð eftir á að var röng ákvörðun forseta), er engan veginn rökrétt að endurtaka mistök, þótt í öðru máli sé. Mistök Ólafs Ragnars felast í því að reyna að búa til eitthvert Bessastaðavald, sem er eins og krabbamein á íslenska stjórnkerfinu og þarf að skera burt. Kannski myndast nú um það þverpólitísk samstaða.
Ólafur Ragnar átti bara vonda kosti í stöðunni, en hann kom sér einn og hjálparlaust í þá stöðu, með því að draga þá hégómlegu ályktun að hann væri eitthvað öðru vísi forseti en forverar hans. Þeir voru ástsælir - hann er fyrirlitinn.
Rökrétt ákvörðun forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 13:55
Vanhæf ríkisstjórn víki
Ólafi Ragnari hefur tekist að setja allan vinstrivæng stjórnmálanna í uppnám og á nú enga vini lengur. Þeir sem skrifuðu undir áskorun Indefencehópsins til forsetans um að hafna Icesave-lögunum voru að stofni til stjórnarandstæðingar og engir aðdáendur Ólafs Ragnars. Þeir hlægja sig nú máttlausa yfir einfeldningshætti forsetans, að undirrita ekki lögin, vegna þess að ríkisstjórnin, sem hann sjálfur var aldeilis ekki óhress með að skyldi takast að mynda, verður nú að segja af sér fyrir vikið. Það má vera til marks um mikla valdafíkn Jóhönnu og Steingríms J, að leggja í þriðja sinn leið sína gegnum Icesave svipugöng Breta og Hollendinga. Þessi ríkisstjórn mun ekki koma neinum Icesave-samningi í gegnum þingið.
Ákvörðun forsetans kann þó að verða til þess að breið pólitísk samstaða myndist í landinu um það að breyta þessu óljósa vandræðaákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar. Hvaða ríkisstjórn framtíðarinnar vill eiga yfir höfði sér annan eins einleikara á Bessastöðum?
Þá er bara að hafa snör handtök, rjúfa þing og boða til kosninga við fyrsta tækifæri, helst á meðan snillingur Bessastaðavaldsins situr á hljóðskrafi við vini sína, sem stjórna landi sem á sér fleiri fátæklinga en nokkurt annað ríki. Ella gæti önnur óbærileg leiksýning hafist.
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.12.2009 | 21:12
Lýðræðið kært til Mannréttindadómstólsins
Það er nú svosem í stíl við annað að múslimi, fæddur í Alsír, mótaður af menningu sem fyrirlítur frelsi og lýðræði Vesturlanda, skuli hafa orðið til þess að krefjast þess að Mannréttindadómstól Evrópu úrskurði hvort lýðræðið í Sviss sé á skjön við Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrir okkur venjulegt fólk sem erum mótuð af lýðræðislegum stjórnarháttum og hugarfari virkar svona háttarlag eins og hver önnur skrípakrafa og það yrði skelfilegt ef Mannréttindadómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að taka svona kæru til efnislegrar meðferðar, hvað þá meira.
Er einhver sem vill halda því fram með gildum rökum að trúfrelsisákvæði sem komust inn í stjórnarskrár Evrópulanda á 19. öldinni hafi yfirleitt gert ráð fyrir því að menn gætu iðkað Íslam? Nei það gerði enginn ráð fyrir því. Þessi ákvæði hafa verið túlkuð langt umfram það sem upphaflega var ætlað. Það er miður.
Bænaturnabannið kært til Mannréttindadómstólsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
15.12.2009 | 22:25
Fjármálamisferli í Alþjóðahúsi þagað í hel?
Fyrir ekki margt löngu var frá því sagt stuttlega í fréttum að stjórnendur Alþjóðahúss hefðu greitt sér arð af starfseminni og að stjórnarformaðurinn og jafnframt lögmaður starfseminnar hefði verið að störfum um kvöld og helgar fyrir rýmilega þóknun, ásamt annasömum störfum hjá Rauða Krossi Íslands að öðru leyti. Ekki veit ég að fullu hvernig rekstarform Alþjóðahúss er, en samt virðist það geta greitt eigendum sínum út arð, þótt starfsemin sé að stofni til rekin fyrir skattfé, sem stjórnmálamenn láta af hendi. Að stofnun eða fyrirtæki, sem er í þessari stöðu skuli geiða út arð er bara spilling og rán á opinberu fé. Hvers vegna hefur enginn krafist opinberrar rannsóknar á þessum arðgreiðslum? Hvers vegna hefur enginn fréttamaður spurt stjórnarformanninn og lögfræðinginn í þaula um greiðslur Alþjóðahúss til hans eða þá framkvæmdastjóra starfseminnar? Nýkjörinn oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætti að geta svarað auðveldlega, enda starfaði hann þarna í mörg ár.
Er ekki rétt að Femínistafélagið láti til sín taka hér, enda hefur það mjög borið hag Alþjóðahúss fyrir brjósti? Skyldi það vera tóm tilviljun að Reykjavíkurborg treysti sér ekki til að leggja starfseminni til frekara rekstrarfé? Vill ekki einhver fréttamaðurinn skúbba nú rétt fyirr jólin?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur