Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.8.2009 | 21:28
Fórnir hvað?
Það er rétt hjá Jóhönnu, að ég er reiður, eiginlega fokillur, og ég er ekki reiðubúinn til þess að greiða skuldir óreiðumanna, eins og fyrrverandi seðlabankastjóri orðaði það svo eftirminnilega, en fékk að ósekju bágt fyrir. Fórnin sem ég skal færa er aðeins sú að lánadrottnar hirða eignir bankanna, svo langt sem þær ná, en ekki krónu umfram. Íslendingar eiga ekki að gjalda fyrir græðgissamband íslenskra einkabanka og erlendra viðskiptamanna þeirra.
Jóhönnu hefði verið nær að skoða endinn í upphafinu, áður en samninganefndin var skipuð, sem kom með þá niðurstöðu, sem nú stendur rækilega í kokinu á ríkisstjórninni og það svo kirfilega að hún kann að kafna. Ríkisstjórnin situr auðvitað uppi með samningsniðurstöðurnar og getur ekkert kjaftað sig frá þeim, eins og Jóhanna er nú að reyna með greinarskrifum í útlöndum.
Og vel á minnst. Hvar birtir Jóhanna grein sína á íslensku? Og kynnti ríkisstjórnin samningsniðurstöðuna fyrir þingflokkum sínum, þegar lokahönd hafði verið lögð á samninginn af Íslands hálfu?
Jóhanna á vef Financial Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2009 | 22:18
Flumbrugangurinn verður æ ljósari
Það kemur æ betur í ljós eftir því sem tíminn líður að illa hefur verið staðið að samkomulaginu við Breta og Hollendinga um skilmála Icesave. Samfylkingin valdi að kosta öllu til svo koma mætti landinu inní ESB og tók með sér Vg í styrkleika augnabliksins, þar sem sameiginlegt hatur flokkanna á Sjálfstæðisflokknum var virkjað til þess að hanga í ríkisstjórn, óháð íslenskum hagsmunum í bráð og lengd.
Samfylkingin veður nú hrakin út í horn með afarkostina, sem hún hefur boðið landsmönnum uppá, og Vg munu ekki bíta á agnið frekar. Semja verður uppá nýtt um skilmála Icesave og koma á koppinn þjóðstjórn í hvelli og leggja til hliðar alla ESB-drauma framyfir næstu kosningar.
Skynsamlegt að semja að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 23:55
Ögmundur mun lúffa
Þau eru sérkennileg leikritin sem sett eru á svið núna. Vg reynir að halda uppi stjórnarandstöðu í Icesave-málinu með Ögmund í fylkingarbrjósti, á meðan Steingrímur ástundar pólitíska ástarfundi með Jóhönnu. Telja á þjóðinni trú um það að hagsmunir hennar liggi í því að ganga í ESB, eða lenda handan "Járntjalds" að öðrum kosti. Vg stundar hálfhallærislegar stöðutökur í hagsmunamálum lands og þjóðar í því skyni að sitja sem lengst í ríkisstjórn.
Er ekki rétt að boða til nýrra kosninga, sem fyrst?
Fjölmenni á félagsfundi VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 23:34
Og hverjum má ekki vera sama?
Ekki vissi ég að bresk heimili væru svo vel stödd að þau gætu hent matvælum fyrir mánaðarlaun verkamanns á ári og unga fólkið í tilhugalífinu fyrir aðeins lægri upphæð. Skyldi þetta vera eins í Þýskalandi eða Póllandi? Eða öðrum löndum heimsins sem hafa þurft að lifa við styrjaldarátök og hörmungar? Hvernig ætli að þetta sé á Íslandinu góða? Er engin opinber stofnun til á Íslandi, sem er með fólk á launum, líkt og bresku stjórnvöldin, til að reikna þetta út?
Það er mjög nauðsynlegt að vara almenning við, fari hann illa með sitt sjálfsaflafé. Það er kannski ráð að hækka skatta? Búa til "sóunarvarnaskattinn"?
Henda mat fyrir 127.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 22:41
Pattstaða hvað?
Hún er svolítið sérkennileg þessi frétt um pattstöðu á alþingi vegna Icesave-deilunnar. Málið snýst um það hvort ríkisstjórnin hafi meirihluta á alþingi eða ekki. Flóknara er málið nú ekki. Ríkisstjórnin skipaði samninganefnd. Samninganefndin skilaði niðurstöðu til ríkisstjórnarinnar, sem hún samþykkti fyrir sitt leyti. Gera verður ráð fyrir því að samningurinn hafi verið kynntur í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna og hlotið náð fyrir augum þeirra. Ef ekki, eru stjórnarflokkarnir að innleiða ný vinnubrögð til öndvegis í pólitíkinni, einhvers konar skandinavískt módel, þar sem ríkisstjórnin situr stundum í minnihluta í einstaka málum, en heldur þó velli.
Það þarf að reyna á það hvort hvort ríkisstjórnin hefur meirihluta í málinu eða ekki og hvort hún getur varist vantrausti í kjölfarið, fari svo að Icesave ríkisábyrgðin falli í þinginu.
Financial Times fjallar um Icesave-deiluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 00:41
Lagst á náinn
Litla Ísland nánast hegðar sér eins og drykkjumaður á bar, með fullar hendur fjár, þegar kemur að kaupum á svokallaðri sérfræðiráðgjöf. Og hrunið hefur svo sannarlega kallað á mikla "ráðgjöf", sem svo er algerlega undir hælinn lagt hvort stjórnvöldin nýta eður ei. Allir vilja komast að þessum ráðgjafaeldi, sem logar svo glatt, nú síðast svokallaðir almannatenglar (það hjóta að vera einhverjir, sem eru í tengslum við almenning?). Vart eru þeir til lögmennirnir og endurskoðendurnir, sem áður fláðu ekki feitan gölt, en flá fósturjörðina nú, á hæsta gjaldi.
Það er engu líkara en að stjórnmálamenn þessa lands séu ekki með réttu ráði og kunni lítt til verka. Hvernig er hægt að verja rúmlega 100 milljónum í breska lögfræðistofu, en gera ekkert með niðurstöðuna? Spyrni stjórnvöld ekki við fótum, má reikna með að vinna við hrunið verði dýrari en hrunið sjálft. Nær væri að sérfræðingastóð landsins ynni frítt að endurreisn land og þjóðar, eða fyrir lágmarksþóknun.
300 milljónir fyrir ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 23:07
Össur og landsölusamningarnir
Auðvitað var við því að búast að utanríkisráðherra Hollands myndi hringja í íslenskan starfsbróður sinn og þrýsta á um samþykkt alþingis á skuldbindingum, sem þjóðin getur ekki risið undir. Sjálf Evrópusambandsaðildin er undir, og hr. Verhagen veit vel hve Samfylkingin er veik fyrir Brussellvaldinu. Ef einhvern tíman í Íslandssögunni væri hægt að tala um landsölusamninga, þá er það núna. Ætlar Össur að standa fyrir mögnuðustu landsölusamningum Íslandssögunnar? Látum á það reyna.
Mér er sagt að eigendur Icesave reikninga í Hollandi hafi að stofni til verið velsett þotulið, sem hafi pólitísk áhrif í landinu og beiti nú ríkisvaldinu til að fá allt sitt til baka, og sætti sig ekki við þá staðreynd að græðgin hafi í reynd orðið því að falli.
Er Össur kominn í vinnu fyrir þotulið Hollands og Bretlands á kostnað stritandi íslenskrar alþýðu?
Þrýst á Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 16:41
Jóhanna ætlar áfram að trúa á jólasveininn
Fyrir ekki margt löngu sagði norski sjávarútvegsráðherrann að Íslendingar gætu allt eins trúað á jólasveininn eins og að gera sér vonir um varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB. Nú liggur það fyrir að Jóhanna og meirihluti alþingis ætla að láta á það reyna hvort jólasveinninn sé til eða ekki, og síðan að láta þjóðina skera úr um það hvort jólasveinninn í Brussell sé góður og gjafmildur jólasveinn, eða ekki. Þjóðinni er greinilega ætlað að sitja uppi með Svarta-Pétur í þessu máli.
Ætli að pólitísku sirkusfíflin í Vg séu líka farin að trúa á jólasveininn? Þar á bæ virðast flestir vera ómerkingar og lygalaupar. Fróðlegt verður að fylgjast með loftfimleikum þeirra Steingríms og Ögmundar, þegar þeir fara að útskýra afstöðu sína fyrir eigin flokksfólki.
Missti aldrei trúna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 21:23
Veikar í viðtali
Illt er þegar fólk veikist og er frá vinnu í fáeina daga. Það hefur nú hent mæðgur, sem segja farir sínar ekki sléttar og mætti ráða af frétt mbl.is að lasleikann stafaði af slökum viðbúnaði heilbrigðisyfirvalda á Íslandi. Erfiðast þykir móðurinni að vera lasin heima og hugsa um enn veikari dóttur sína, samkvæmt fréttinni. Aumt er að enginn á vegum hins opinbera skuli nú ekki hafa getað litið til með mæðgunum í pestinni. Á þessu hlýtur að vera gerð bragarbót þegar pestin kemur með fullum þunga á landslýð með haustinu, ef spár ganga eftir.
Vonandi ná þær mæðgur hröðum bata, þótt ekki væri til annars en að vera vel upplagðar í viðtölum við fjölmiðlana. Er ekki rétt að ræsa út sumarleyfiskastljós vegna þessara óskapa?
Mæðgur fárveikar af svínaflensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.7.2009 | 01:21
Látum þá segja honum upp!!
Steingrímur Jóhann er hægt en örugglega að breyta sér í pólitískt sirkusfífl og samfylkingin í einskonar samevrópskan kratískan landráðalýð, sem metur íslenskt þjóðerni, menningu og framtíðartækifæri einskis. Vinstri flokkarnir á Íslandi hafa breytt sér í undirlægjur, sem bugta sig og beygja fyrir samevrópska valdinu, sem hótar þeim öllu illu, en væntanlega á bak við tjöldin.
Gott þætti mér ef Íslendingarnir Steingrímur Jóhann og Árni Páll, myndu vilja vera svo vænir að upplýsa mig almúgamanninn, hvaða stjórnmálaleiðtogar Evrópu hafa hótað okkur öllu illu, og sett samninginn um evrópska efnahagssvæðið í uppnám, undirgöngumst við ekki Icesave-landráðin. Öllu hugsandi fólki er það dagljóst, að þjóðin rís ekki undir evrópska okinu.
Vonandi eru það ekki tímanna tákn að að vinstri flokkunum hafi tekist að selja Ísland undir erlenda áþján og kúgun um langan aldur undir leiðsögn, forustu og umboði hins geðþekka kommúnista Svavars Gestssonar.
EES-samningurinn var í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur